Markmið okkar!
Örugg viðskipti með reiðhjól og fækka stolnum reiðhjólum. Markmiðið er að bjóða upp á vettvang þar sem hægt er að kanna hvort hjól sé stolið. Þannig getum við verið örugg um heiðarleg viðskipti með reiðhjól. Við vonumst til að með þessu verði minna um að reiðhjólum verði stolið. Ef við tökum öll þátt og skráum reiðhjólin er erfiðara að koma hjólinu í verð með óheiðarlegum hætti.
Varstu að sjá reiðhjól á skrýtnum stað? Kannaðu hvort það sé merkt með límmiða frá reidhjolaskra.is. Taktu mynd af því og merktu staðsetningu. Komum hjólunum til eiganda sinna aftur.
Með því að vera sýnilegri eru líkur á að hægt verði að koma í veg fyrir að hjóli verði stolið. Við bjóðum upp á eigandaskipti ef hjólið er skráð og því hægt að koma í veg fyrir að hjólið sé selt eftir að því hefur verið stolið.
Taktu endilega þátt í þessari vegferð með okkur. Bentu vinum og vandamönnum og bara öllum sem eiga reiðhjól á reidhjolaskra.is svo við náum sem mestri dreifingu. Þannig getum við sett á laggirnar betri þjónustu við eigendur reiðhjóla.
Við viljum gera betur
Ertu með hugmynd sem gæti gert reidhjolaskra.is að betri vef? Er eitthvað sem við getum gert til að koma betur í veg fyrir að hjólum sé stolið? Láttu okkur endilega vita og við sjáum hvort við getum ekki gert eitthvað sniðugt.